KARLMAÐUR á þrítugsaldri var handtekinn í fyrrinótt eftir að lögreglu tókst að stöðva slagsmál. Maðurinn hafði þá sparkað í mann er lá í jörðinni. Atburðurinn átti sér stað á Sólseturshátíðinni í Garði.
KARLMAÐUR á þrítugsaldri var handtekinn í fyrrinótt eftir að lögreglu tókst að stöðva slagsmál. Maðurinn hafði þá sparkað í mann er lá í jörðinni. Atburðurinn átti sér stað á Sólseturshátíðinni í Garði. Að sögn lögreglu var manninum sleppt eftir yfirheyrslu. Fórnarlambið hlaut minniháttar meiðsl og þurfti ekki á aðhlynningu að halda eftir árásina.