Menntasmiðja á Akureyri Níu umsóknir bárust um stöðu verkefnisfreyju NÍU umsóknir bárust um starf svokallaðrar verkefnisfreyju við Menntasmiðju sem opnuð verður á Akureyri á næstunni.

Menntasmiðja á Akureyri Níu umsóknir bárust um stöðu verkefnisfreyju

NÍU umsóknir bárust um starf svokallaðrar verkefnisfreyju við Menntasmiðju sem opnuð verður á Akureyri á næstunni. Um er að ræða hálft starf og var gert ráð fyrir að í fyrstu yrði það til 6 mánaða en búist er við að vari lengur.

Karl Jörundsson, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar, sagði að farið yrði yfir umsóknir í næstu viku og væntanlega ráðið í starfið í framhaldið af því. Ekki hefur verið ákveðið nákvæmlega hvenær Menntasmiðjan verður opnuð en það verður innan tíðar.

Í Menntasmiðjunni mun atvinnulausum konum bjóðast fjölþætt nám í hagnýtum fræðum, bóklegum og verklegum auk persónulegrar ráðgjafar. Áætlað er að smiðjan verði hluti af samnorrænu verkefni um nýjar leiðir fullorðinsfræðslu.

Menntasmiðjuverkefnið hefur fengið styrk úr svokölluðum Jóhönnusjóði", þ.e. framlagi ríkisstjórnarinnar til atvinnumála kvenna. Akureyrarbær mun útvega húsnæði og fjármagna rekstur þess.