ÞANNIG ... ÞURRKAÐIST ÚT GUANCHES-ÞJÓÐFLOKKURINN Þrælahald og pestir Þeir eru orðnir margir Íslendingarnir sem farið hafa í sólina á Kanaríeyjum. Þar er talað um eyjaskeggja sem eru blanda úr ýmsum áttum, Spánverjum, Portúgölum o.fl.

ÞANNIG ... ÞURRKAÐIST ÚT GUANCHES-ÞJÓÐFLOKKURINN Þrælahald og pestir Þeir eru orðnir margir Íslendingarnir sem farið hafa í sólina á Kanaríeyjum. Þar er talað um eyjaskeggja sem eru blanda úr ýmsum áttum, Spánverjum, Portúgölum o.fl. Það vita færri, að eyjarnar voru lengi byggðar sérstökum þjóðflokki, svokölluðum Guanches, sem talinn var eiga rætur að rekja til Cro Magnon-mannsins sem byggt hefði eyjarnar fyrir 3.000 árum. Munnmæli Guanches-fólksins sjálfs hermdu að 60 menn og fjölskyldur þeirra hefðu í árdaga sest að í eyjunum eftir að Keltar hefðu farið hamförum um heimahaga þeirra á meginlandinu. Síðar hafi flust til eyjanna fólk af stofni blökkumanna í Afríku og Berba, en það fólk hafi orðið lágstétt á eyjunum.

uanches-þjóðflokkurinn átti lítið skylt við Suður-Evrópubúa nútímans hvað útlit varðar. Þetta var hávaxið fólk, ljósog/eða rauðhært. Það réð stærstu eyjunum Tenerife, La Palma og Gran Canaria og bjó í hellum sem það innréttaði listilega. Enn þann dag í dag eru sum híbýli Guanches í notkun og eru það elstu mannabústaðir sem verið hafa í samfelldri notkun. Aðallinn meðal Guanches réð yfir miklum lendum þar sem stundaður var viðamikill landbúnaður með aðstoð vinnuliðsins af stofni Berba og blökkumanna. Lægra settir Guanches fengu jarðarskika til leigu og lifðu einnig vel. Þeir voru heldur frumstæðir í landbúnaðinum, notuðu til að mynda verkfæri úr steini, en það hentaði raunar umhverfinu vel. Þá þróuðu þeir með sér táknmál, flutumál sem kom sér vel í úfnu umhverfinu. Er hermt að flautumálið hafi heyrst um 4 mílna vegalengd.

Þó talið sé að Guanches hafi átt einhver viðskipti við Fönikíumenn, Grikki og Karþagómenn voru þeir að mestu einangraðir á myrku öldunum. Strax á fjórtándu öld var friðurinn úti. Skip frá Genúa og Portúgal komu í ránsferðir í leit að þrælum. Árið 1402 sótti mikið og vel skipulagt lið franskra aðalsmanna að eyjaskeggjum og náði á sitt vald eyjunum Lanzarote og Fuerteventura, en frumbyggjarnir á aðaleyjunum stóðust áhlaupið. Þetta var aðeins forsmekkurinnaf því sem koma skyldi, því næstu 90 árin sóttu spænskir herforingjar og portúgalskir þrælasalar stöðugt með þúsundir hermanna og hjuggu þeir æ stærri skörð í raðir eyjaskeggja. Síðar komu svo fylgifiskar siðmenningarinnar, inflúensa og taugaveiki, sem stráfelldu innfædda og hrundu þá varnir þeirra endanlega.

Snemma á sextándu öld hurfu síðan síðustu frumbyggjarnir. Þeir voru annaðhvort hnepptir í þrældóm, myrtir, blönduðust sínu nýju herrum eða dóu úr sjúkdómum. Þjóðflokkurinn var liðinn undir lok.

Frá Kanaríeyjum.