Franskt bóka-forlag ætlar að gefa út allar fjórar bækur Yrsu Sigurðardóttur á næstunni og var samningur þess efnis undir-ritaður á bóka-kaup-stefnunni í Frankfurt.
Franskt bóka-forlag ætlar að gefa út allar fjórar bækur Yrsu Sigurðardóttur á næstunni og var samningur þess efnis undir-ritaður á bóka-kaup-stefnunni í Frankfurt.

„Við erum mjög ánægð með þennan samning,“ segir Pétur Már Ólafsson, út-gefandi hjá Veröld. Hann bætir við að hann muni ekki eftir svona íslenskum fjögurra bóka samningi og franska fjölskylduforlagið Anne Carrière ætli sér stóra hluti með Yrsu. Stefnt mun að því að fyrsta bókin komi út á næsta ári og hinar fljót-lega eftir það. Áhersla verði lögð á norrænar bækur á bóka-kaup-stefnunni í París 2011 og ætlunin sé að gera Yrsu þar hátt undir höfði. Bækurnar sem um ræðir eru Þriðja táknið, Sér grefur gröf, Aska og Auðnin. Fleiri forlög sýndu áhuga en Pétur Már segir að valið hafi verið auðvelt.