Svartsengi Orka nýtt með nýjum hætti.
Svartsengi Orka nýtt með nýjum hætti.
„VERKSMIÐJAN gefur möguleika á að hægt verði að draga úr útblæstri koltvísýrings frá bílum og auka jafnframt gjaldeyristekjur,“ segir Andri Ottesen hjá Carbon Recycling International.
„VERKSMIÐJAN gefur möguleika á að hægt verði að draga úr útblæstri koltvísýrings frá bílum og auka jafnframt gjaldeyristekjur,“ segir Andri Ottesen hjá Carbon Recycling International. Til stóð að taka fyrstu skóflustungu að metanólverksmiðju fyrirtækisins í Svartsengi síðdegis í gær.

Verksmiðjan er sú fyrsta sinnar tegundar í veröldinni, en hún breytir koltvísýringsútblæstri í eldsneyti fyrir bíla sem nýta núverandi dreifikerfi fyrir bensín. Framleiðslugeta verður fjórar milljónir lítra á ári. sbs@mbl.is