BJÖRN Herbert Guðbjörnsson var í gær kosinn aðalmaður í bankaráð Seðlabankans í stað Ágústs Einarssonar , rektors Háskólans á Bifröst. Gunnar Svavarsson var kjörinn varamaður í bankaráðið.

BJÖRN Herbert Guðbjörnsson var í gær kosinn aðalmaður í bankaráð Seðlabankans í stað Ágústs Einarssonar , rektors Háskólans á Bifröst. Gunnar Svavarsson var kjörinn varamaður í bankaráðið.

Ágúst víkur úr bankaráðinu í kjölfar þess að hann var nýverið kjörinn stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands , sem lífeyrissjóðirnir hafa sett á laggirnar. Björn Herbert var áður varamaður í bankaráði Seðlabankans.