Tilnefndur Clooney er kátur.
Tilnefndur Clooney er kátur. — Reuters
KVIKMYNDIN Up In The Air , með George Clooney í aðalhlutverki, hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, sem verða afhent 17. janúar nk. Myndin er tilnefnd í sex flokkum, m.a. sem besta dramatíska kvikmyndin.

KVIKMYNDIN Up In The Air , með George Clooney í aðalhlutverki, hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, sem verða afhent 17. janúar nk. Myndin er tilnefnd í sex flokkum, m.a. sem besta dramatíska kvikmyndin. Þá er Clooney tilnefndur fyrir leik í aðalhlutverki og Jason Reitman fyrir leikstjórn.

Meryl Streep hlaut tvær tilnefningar fyrir bestan leik í kvikmyndunum Julie and Julia og It's Complicated . Þá hafa sir Paul McCartney og írsku rokkararnir í U2 verið tilnefndir í flokknum besta frumsamda lagið.

Stórmyndin Avatar , sem kemur úr smiðju James Camerons, er tilnefnd til fernra verðlauna, m.a. í flokknum besta dramatíska myndin og Cameron er tilnefndur fyrir leikstjórn.

Söngleikurinn Nine hlaut fimm tilnefningar, Daniel Day-Lewis og Penelope Cruz eru tilnefnd fyrir leik í myndinni auk þess sem myndin er tilnefnd sem besta myndin í flokki gamanmynda eða söngleikja.