Blásarakvintett Reykjavíkur
Blásarakvintett Reykjavíkur
BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og félagar halda sína árlegu serenöðutónleika undir heitinu „ Kvöldlokkur á jólaföstu“ í kvöld, miðvikudag, í Fríkirkjunni í Reykjavík.

BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og félagar halda sína árlegu serenöðutónleika undir heitinu „ Kvöldlokkur á jólaföstu“ í kvöld, miðvikudag, í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar gefur að heyra ómblíð næturljóð og aðra lokkandi fagurtónlist fyrir blásara eftir Beethoven, Mozart svo og tímamótatónskáldin Haydn og Mendelssohn, en sá fyrrnefndi lést árið 1809, en þá fæddist sá síðarnefndi. Öll tónskáldin lögðu blásurum til perlur sem löngum hefur þótt unun að flytja og á að hlýða, eins og segir í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og standa yfir í u.þ.b. 1 klukkustund án hlés.