Berlusconi eftir ódæðið.
Berlusconi eftir ódæðið.
ÍTALINN Massimo Tartaglia sem komst í heimsfréttirnar þegar hann grýtti afsteypu af dómkirkjunni í Mílanó í andlit Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, á laugardag mætti vel undirbúinn þegar hann lét bræði sína í ljós í Mílanóborg.

ÍTALINN Massimo Tartaglia sem komst í heimsfréttirnar þegar hann grýtti afsteypu af dómkirkjunni í Mílanó í andlit Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, á laugardag mætti vel undirbúinn þegar hann lét bræði sína í ljós í Mílanóborg.

Hann var með piparúða og útskorna mynd af Kristi á krossinum í fórum sínum og því viðbúinn átökum við lífverði forsætisráðherrans.

Hatur og ofsóknaræði

Tartaglia er sagður óflokksbundinn en honum er lýst sem sinnisveikum manni sem hafi alið hatur í brjósti sínu gagnvart leiðtoganum. Hann er ókvæntur og á við ofsóknaræði að stríða, að sögn Roberto Maroni innanríkisráðherra.

Sjálfur hefur Tartaglia sent frá sér yfirlýsingu í formi bréfs sem var afhent Berlusconi á sjúkrabeði í Mílanó þar sem hann afsakar „huglausa“ árás, byggða á augnabliks bræði. Hann kveðst þó hata Berlusconi, manninn sem sé að leiða Ítalíu til „glötunar“.

Berlusconi meiddist illa. Hann nefbrotnaði, fékk skarð í vör og missti tvær tennur. Búist er við að sjúkrameðferðin taki 25 daga.