„Þetta gekk sæmilega. Ég fékk í tvo góða kassa,“ segir Jóhanna Finnbogadóttir sem stóð fyrir smákökusöfnun í Vestmannaeyjum í gær. Kökurnar fara til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjavík sem úthlutar þeim til fólks fyrir jólin.

„Þetta gekk sæmilega. Ég fékk í tvo góða kassa,“ segir Jóhanna Finnbogadóttir sem stóð fyrir smákökusöfnun í Vestmannaeyjum í gær. Kökurnar fara til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjavík sem úthlutar þeim til fólks fyrir jólin.

Jóhanna er öryrki og segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar. „Samfélagið hér í Eyjum er mjög gott en ef ég byggi í Reykjavík gæti ég alveg eins verið ein af þeim sem þyrftu á hjálp að halda.“