* Hin geysiöfluga útgáfa Nýhil hefur nú sent frá sér ritgerðasafnið Af marxisma í ritstjórn Magnúsar Þórs Snæbjörnssonar og Viðars Þorsteinssonar.
* Hin geysiöfluga útgáfa Nýhil hefur nú sent frá sér ritgerðasafnið Af marxisma í ritstjórn Magnúsar Þórs Snæbjörnssonar og Viðars Þorsteinssonar. Verkið inniheldur fimm frumsamdar greinar og fjórar þýðingar sem fjalla um menningu, hugmyndafræði og stjórnmál samtímans með hliðsjón af marxískri kenningahefð. Bókin er prýdd marxískum klippimyndum eftir rithöfundinn Óttar M. Norðfjörð . Dæmi um slíka klippimynd má finna á nyhil.org, tvær léttklæddar konur að velta því fyrir sér hvort þær muni sjá útópíu Marx rísa upp úr rústum auðvaldskerfisins.