Dagur Sigurðsson , landsliðsþjálfari Austurríkis, var í gær úrskurðaður í sex mánaða skilorðsbundið keppnisbann af Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, og sektaður um 2.
Dagur Sigurðsson , landsliðsþjálfari Austurríkis, var í gær úrskurðaður í sex mánaða skilorðsbundið keppnisbann af Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, og sektaður um 2.000 evrur vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Austurríkis og Króatíu í fyrradag.

Bannið gildir í alþjóðlegri keppni og tekur aðeins gildi ef Dagur gerist aftur sekur um svipaða framkomu næsta árið.