CORINNE Bailey Rae var mikið í umræðunni fyrir fjórum árum er frumburður hennar kom út, en þó stóð hann ekki alveg undir væntingum. Því miður er sömu sögu að segja um þessa tilraun númer tvö.

CORINNE Bailey Rae var mikið í umræðunni fyrir fjórum árum er frumburður hennar kom út, en þó stóð hann ekki alveg undir væntingum. Því miður er sömu sögu að segja um þessa tilraun númer tvö. Það vantar tilfinnanlega eitthvert „mojo“ í plötuna eins og Austin Powers hefði orðað það; lögin eru bitlaus og ómarkverð. Rae missti eiginmann sinn í hittiðfyrra vegna eiturlyfjamisnotkunar og maður hefði haldið að sorgin sem því fylgdi skilaði sér hingað inn. Svo er hins vegar ekki. Töluverð vonbrigði verður að segjast.

Arnar Eggert Thoroddsen