Ein mynda Sigurdísar Hörpu.
Ein mynda Sigurdísar Hörpu.
Sigurdís Harpa Arnarsdóttir opnar myndlistarsýningu á Mokka á föstudag. Sýningin, sem ber yfiskriftina Hirt , stendur til 21. október. Þetta er þrítugasta og fjórða einkasýning Sigurdísar Hörpu.

Sigurdís Harpa Arnarsdóttir opnar myndlistarsýningu á Mokka á föstudag. Sýningin, sem ber yfiskriftina Hirt , stendur til 21. október. Þetta er þrítugasta og fjórða einkasýning Sigurdísar Hörpu. Verkin eru öll unnin á efnivið sem keyptur var í Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu í Fellsmúla. Verkin eru unnin ýmist með olíu, olíupastel, bleki og vatnslitum eða með blandaðri tækni.

Sigurdís Harpa fæddist í Vestmannaeyjum og hefur starfað sem myndlistarmaður frá því að hún lauk myndlistarnámi árið 1994. Hún er nú búsett í Reykjavík.