Frá Bandaríkjunum Þar skreyta margir húsin sín mikið.
Frá Bandaríkjunum Þar skreyta margir húsin sín mikið. — Reuters
Þeir sem eru forvitnir um jólahefðir annarra landa ættu að smella með músinni á kassann „Tradition“ á vefsíðunni Santas.net. Þá koma upp tugir landa sem hægt er að smella á og fá smáupplýsingar um jólahefðir þeirra.

Þeir sem eru forvitnir um jólahefðir annarra landa ættu að smella með músinni á kassann „Tradition“ á vefsíðunni Santas.net. Þá koma upp tugir landa sem hægt er að smella á og fá smáupplýsingar um jólahefðir þeirra. Reyndar er settur varnagli á þessar upplýsingar, að þetta sé kannski ekki alveg eins og fólk heldur jólin enda séu sumar jólahefðirnar orðnar gamlar og kannski úrelst með tímanum. Einnig er mismunandi hversu ítarlegar upplýsingarnar um hvert land eru en eitthvað er hægt að fræðast um jólahefðir þeirra. Ísland er ekki þarna á lista.

Um jólahefðir í Kína segir meðal annars að jólatréð þar sé kallað tré ljóssins og jólasveinninn ber það skemmtilega nafn Dun Che Lao Ren sem mætti þýða sem gamli maður jólanna.