Fjölbreytt Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefjast á sunnudag.
Fjölbreytt Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefjast á sunnudag.
Tónleikaröðin Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefst næstkomandi sunnudag og verða tónleikar kl. 17:00 alla sunnudaga í júlí. Þetta er í 25. sinn sem tónleikaröðin fer fram.

Tónleikaröðin Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefst næstkomandi sunnudag og verða tónleikar kl. 17:00 alla sunnudaga í júlí. Þetta er í 25. sinn sem tónleikaröðin fer fram.

Á fyrstu tónleikunum leikur Kári Allansson á orgel Akureyrarkirkju, sem á 40 ára vígsluafmæli í ár. Kári lauk burtfararprófi í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar fyrir mánuði.

10. júlí syngur Kammerkór Norðurlands íslensk þjóðlög og ný kórverk undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, en þjóðlögin eru í útsetningu Guðmunda Óla.

Þriðju tónleikarnir verða 17. júlí og þá flytja Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona og Eyþór Ingi Jónsson, orgelleikari Akureyrarkirkju og bæjarlistamaður Akureyrar, norræn sönglög.

24. júlí flytja Margrét Brynjarsdóttir og Gísli Jóhann Grétarsson óperulög sem Gísli hefur útsett fyrir sópran og gítar og einnig frumsamin lög Gísla en hann hefur nýlokið meistaranámi í tónsmíðum við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð.

Lokatónleikar tónleikaraðarinnar verða síðan um verslunarmannahelgina. Þá koma fram Guðrún Ingimarsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir og flytja efnisskrá fyrir sópran, fiðlu og píanó. Ókeypis er á alla tónleikana.