— Morgunblaðið/Eyþór
Skemmtanalífið á Akureyri verður í fullum blóma um helgina eins og endranær. Margir munu án efa leggja leið sína á tónleikastaðinn vinsæla Græna hattinn enda stíga þar á svið gleðipinnarnir í Baggalút, sem er ein vinsælasta hljómsveit landsins.
Skemmtanalífið á Akureyri verður í fullum blóma um helgina eins og endranær. Margir munu án efa leggja leið sína á tónleikastaðinn vinsæla Græna hattinn enda stíga þar á svið gleðipinnarnir í Baggalút, sem er ein vinsælasta hljómsveit landsins. Baggalútur spilar bæði á föstudags- og laugardagskvöldi frá klukkan 22 til 1 eftir miðnætti og „tryllir köntrí- og léttpoppþyrsta Norðlendinga með hljóðfæraslætti og söng“. Að tónleikunum loknum er ekki úr vegi að skella sér yfir á Götubarinn þar sem má spreyta sig á flyglinum og þenja raddböndin ef Baggalútur hefur kveikt í sönggleðinni.