„Range Rover eru bílar sem Íslendingar tóku ástfóstri við sem þægindabíl, rétt eins og Land-Rover sem varð ómissandi í sveitum,“ segir Davíð Garðarsson, talsmaður Ísland-Rover. Félagið heldur árlegt sumarmót í Húnaveri um aðra helgi, 8.
„Range Rover eru bílar sem Íslendingar tóku ástfóstri við sem þægindabíl, rétt eins og Land-Rover sem varð ómissandi í sveitum,“ segir Davíð Garðarsson, talsmaður Ísland-Rover. Félagið heldur árlegt sumarmót í Húnaveri um aðra helgi, 8. til 10. júlí sem verður tileinkað Range Rover-bílum sem voru fyrst fluttir til landsins 1971 en framleiðsla hófst í Bretlandi árinu fyrr. Fjöldi Range Rover-bíla var fluttur til landsins á upphafsárunum og sjást þeir enn á götunum enda hafa margir boðað komu sína í Húnaver.