Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) hefst við Háskólann í Reykjavík í haust. Um er að ræða hagnýtt stjórnendanám sem hentar einkum þeim sem vilja stýra flóknum og krefjandi verkefnum hér á landi eða erlendis. Forstöðumenn námsins eru dr.
Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) hefst við Háskólann í Reykjavík í haust. Um er að ræða hagnýtt stjórnendanám sem hentar einkum þeim sem vilja stýra flóknum og krefjandi verkefnum hér á landi eða erlendis. Forstöðumenn námsins eru dr. Helgi Þór Ingason og dr. Haukur Ingi Jónasson. Þeir sem ljúka náminu fá alþjóðlega vottun. Opnað var fyrir umsóknir í gær, en umsóknarfresturinn rennur út þann 1. ágúst nk.