— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íbúðalánasjóður áætlar að ný útlán sjóðsins verði 12 til 16 milljarðar kr. á síðari hluta árs. Þetta kemur fram í nýrri endurskoðun Íbúðalánasjóðs fyrir síðari hluta árs.
Íbúðalánasjóður áætlar að ný útlán sjóðsins verði 12 til 16 milljarðar kr. á síðari hluta árs. Þetta kemur fram í nýrri endurskoðun Íbúðalánasjóðs fyrir síðari hluta árs. Áætluð útgáfa íbúðabréfa fyrir síðari hluta ársins, til fjármögnunar nýrra útlána og afborgana, er 14 til 18 milljarðar kr. að nafnvirði en 20 til 26 að markaðsvirði. Nokkur óvissa ríkir um útlána- og útgáfuáætlanir í ljósi aðstæðna á fjármála- og fasteignamarkaði. Nákvæmar tölur um áætluð útlán og útgáfu íbúðabréfa er því ekki hægt að gefa upp, segir Íbúðalánasjóður.