— Reuters
Þátttakandi í mótmælum sem efnt hefur verið til í tvo sólarhringa á Tahrir-torgi í Kaíró gefur sigurmerkið í gær.
Þátttakandi í mótmælum sem efnt hefur verið til í tvo sólarhringa á Tahrir-torgi í Kaíró gefur sigurmerkið í gær. Óeirðalögregla beitti táragasi og öðrum búnaði gegn mörg hundruð manns sem heimtuðu að bráðabirgðastjórnin léti embættismenn sem bera ábyrgð á dauða um 850 manna í mótmælunum gegn Hosni Mubarak svara til saka. Um 1.000 manns munu hafa særst í aðgerðunum.