Thelonious Monk
Thelonious Monk
Hefð er fyrir því að Jazzklúbbur Akureyrar haldi Heita fimmtudaga á Listasumri á Akureyri og hefjast í kvöld í Deiglunni í Gilinu kl. 21:30.
Hefð er fyrir því að Jazzklúbbur Akureyrar haldi Heita fimmtudaga á Listasumri á Akureyri og hefjast í kvöld í Deiglunni í Gilinu kl. 21:30. Fram kemur tríóið Jónsson & More sem skipað er þeim Ólafi Jónssyni saxófónleikara, Þorgrími Jónssyni bassaleikara og Scott McLemore trommuleikara. Á efnisskránni eru verk eftir Monk, Coleman og Mingus, en einnig leika þeir félagar frumsamin lög. Stuðningsfyrirtæki Jazzklúbbsins eru Akureyrarstofa, Listasumar á Akureyri, Norðurorka, Menningarráð Eyþings, FÍH, Flugfélag Íslands, Goya Tapas bar, Gula Villan og Sella ehf.