Midler Lætur ekki sitt eftir liggja í náttúruvernd í New York.
Midler Lætur ekki sitt eftir liggja í náttúruvernd í New York. — Reuters
Söng- og leikkonan Bette Midler, sem kunn er fyrir örlæti sitt og starf í þágu mannkyns, hlaut á dögunum hina svokölluðu Silfurskóflu Fort Tryon Park-sjóðsins, fyrir framlag sitt til umhverfismála í New York-fylki.

Söng- og leikkonan Bette Midler, sem kunn er fyrir örlæti sitt og starf í þágu mannkyns, hlaut á dögunum hina svokölluðu Silfurskóflu Fort Tryon Park-sjóðsins, fyrir framlag sitt til umhverfismála í New York-fylki.

Samkvæmt frétt Manhattan Times var það borgarstjóri New York-borgar, Michael Bloomberg, sem afhenti Midler skófluna. Hann jós lofi yfir leikkonuna, en hún hefur síðustu 15 ár unnið ómetanlegt starf í því að varðveita almenningsgarða á svæðinu. Midler hefur einnig beitt sér mjög í „milljón trjáa-átaki“ Bloombergs í New York-borg.

Í þakkarræðu sinni ræddi Midler það hlutskipti sitt að vera brautryðjandi á sviði umhverfisverndar. Hún lýsti jafnframt yfir ánægju sinni með það að Fort Tryon Park-sjóðurinn tæki nú við keflinu, en hann tekur nú yfir rekstur garðsins. 200 gestir sóttu þennan hátíðarkvöldverð, sem var haldinn á New Leaf-veitingastað hennar í Fort Tryon-garðinum, en arður af veitingastaðnum hefur runnið óskiptur til góðgerðasamtaka Midler í gegnum tíðina. ivarpall@mbl.is