Blámenn Beggi Smári og Mood koma fram á blúshátíð Ólafsvíkur.
Blámenn Beggi Smári og Mood koma fram á blúshátíð Ólafsvíkur.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Blúshátíð hefst í Ólafsfirði í dag og er haldin í 12. sinn. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Tjarnarborg kl. 21:00 í kvöld þegar Blúsband Fjallabyggðar, sem skipað er heimamönnum, spilar lög KK og Magga Eiríks ásamt öðrum blús í bland.

Blúshátíð hefst í Ólafsfirði í dag og er haldin í 12. sinn. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Tjarnarborg kl. 21:00 í kvöld þegar Blúsband Fjallabyggðar, sem skipað er heimamönnum, spilar lög KK og Magga Eiríks ásamt öðrum blús í bland. Gestir sveitarinnar á tónleikunum verða Lísebet Hauksdóttir, Svava Jónsdóttir og Geir Hörður Ágústsson.

Annað kvöld verður flutt í Tjarnarborg dagskráin Blús frá A til Ö, blús í tali og tónum þar sem þau fara yfir víðan völl Ragnheiður Gröndal, söngur og píanó, Guðmundur Pétursson, gítar, Halldór Bragason, gítar, Haraldur Þorsteinsson, bassi, og Jóhann Hjörleifsson, trommur.

Á laugardag byrja menn daginn með útimarkaði við Tjarnarborg kl. 14:00, en þar verður lifandi músík leikin yfir söluborðum. Þá um kvöldið taka nemendur blússkóla Andreu Gylfadóttur lagið og síðan leika Beggi Smári og Mood og Blúsmenn Andreu.