Bragi Kristjánsson, Sólvallagötu 9, Keflavík, fæddist 27. desember 1949. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Keflavík 17. júní 2011.

Mikið var erfitt að heyra að Bragi frændi væri látinn. Ég minnist þess vel þegar hann kom reglulega í heimsókn upp á Baugholt um helgar í sínum venjubundu göngutúrum. Hann var heilmikill heimspekingur og fróður um hin ýmsu málefni. Hann stoppaði yfirleitt ekki lengi en skildi eftir sig heilmiklar bollaleggingar og fékk mann virkilega til að brjóta heilann.

Bragi var öðlingur og góður drengur. Ég á ávallt eftir að minnast hans á afmælisdegi hans því á síðasta ári fæddi ég Ara Edward, dreng okkar Nathan's, á þeim degi.

Oft varð mér hugsað til Braga í sjúkralegunni og bað pabba til kveðju til hans. Að búa í annarri heimsálfu er oft erfitt, einkum og sér í lagi á stundum sem þessum. Ég hefði viljað geta kvatt þig almennilega, elsku frændi.

Elsku besta Bubba frænka, ég samhryggist þér svo innilega og þú átt alla mína samúð. Við Nathan, Sara og Ari sendum þér styrk yfir hafið. Okkar dýpstu samúðarkveðjur einnig til Baldurs frænda og fjölskyldu.

Kær kveðja,

Ólafía S. Vilhjálmsdóttir.