[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þekkir einhver fólkið og/eða kvæðið? Þessi mynd og þetta fallega kvæði sem er fagurlega skrifað á lausu blaði fundust inni í bók frá 1946 sem keypt var í fornbókaverslun.

Þekkir einhver fólkið og/eða kvæðið?

Þessi mynd og þetta fallega kvæði sem er fagurlega skrifað á lausu blaði fundust inni í bók frá 1946 sem keypt var í fornbókaverslun.

Bjarkalundur

Hugur leitar heim til þín

hlýja bjarta sveitin min,

bláu fjöllin brött og há

berst mitt hjarta af þrá.

Bjart er þá um Bjarkalund

blessuð sólin skín á grund

ljósið vekur líf og önd.

Við lofum Barðaströnd.

Allt er fagurt undur frítt

elskulegt og blómum prýtt

hátt til lofts til veggja vítt

vötn og skógar lönd.

Bjart er þá um Bjarkalund

blessuð sólin skín á grund

ljósið vekur líf og önd.

Við lofum Barðaströnd

Ef einhver kannast við fólkið á myndinni eða kvæðið vinsamlega hafið samband við Bryndísi í síma 892-6414.

Týndur bíllykill

Þann 9. maí var bíllykillinn minn, Toyota, tekinn í misgripum í Árbæjarbakaríi. Vinsamlega hringið í s. 864-9733 eða 567-2833.