Alvara Lögreglumenn á fundinum í MH í gærkvöldi.
Alvara Lögreglumenn á fundinum í MH í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Golli
Fjölmenni var á fundi lögreglumanna í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gærkvöld og menn voru sammála um að fylkja sér á bak við sína menn í viðræðunum sem hafnar eru við fulltrúa ríkisstjórnarinnar um bætt kjör.

Fjölmenni var á fundi lögreglumanna í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gærkvöld og menn voru sammála um að fylkja sér á bak við sína menn í viðræðunum sem hafnar eru við fulltrúa ríkisstjórnarinnar um bætt kjör. Starfshópurinn sem stofnaður var á fimmtudag hefur þegar hist og mun halda annan fund á mánudag, að sögn Guðmundar Fylkissonar, aðalvarðstjóra hjá Ríkislögreglustjóra, sem var fundarstjóri.

„Ég er ekki bjartsýnn en heldur ekki svartsýnn, menn eru að tala saman, það er það sem þetta snýst um,“ sagði Guðmundur um viðræðurnar við ráðherra. Hann sagði að grunnkrafan væri að launakjörin yrðu bætt. Menn sem áður hefðu verið í óeirðasveitinni en sagt sig úr henni myndu mæta til vinnu í dag vegna þingsetningar og klæðast sínum hefðbundnu búningum. kjon@mbl.is