„Ég held að strákar sjái einfaldlega ekki tilganginn í því að lesa bækur þegar þeir geta nálgast allar þessar upplýsingar á netinu og skólarnir eru enn í fyrirlestraformi,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi...

„Ég held að strákar sjái einfaldlega ekki tilganginn í því að lesa bækur þegar þeir geta nálgast allar þessar upplýsingar á netinu og skólarnir eru enn í fyrirlestraformi,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja í skólum.

Hún segir að sínu mati nauðsynlegt fyrir kennara og skólastjórnendur að nýta sér margmiðlunartækni eins og myndabandavefinn YouTube í náminu og höfða þannig betur til nemenda með því að færa námsefnið meira í slíka miðla sem þeir þekki og noti mikið. Til að mynda í formi fyrirlestra á netinu í stað þess að þeir fari fram í kennslustofunni. 12