Þór Saari
Þór Saari
Þór Saari mun í dag taka við hlutverki formanns þinghóps Hreyfingarinnar af Margréti Tryggvadóttur. Margrét verður varaformaður þinghópsins og Birgitta Jónsdóttir ritari hans.

Þór Saari mun í dag taka við hlutverki formanns þinghóps Hreyfingarinnar af Margréti Tryggvadóttur. Margrét verður varaformaður þinghópsins og Birgitta Jónsdóttir ritari hans.

Fram kemur í tilkynningu frá Hreyfingunni að þingmenn Hreyfingarinnar skiptist á að gegna þessum hlutverkum, eitt ár í senn, enda sé fyrirkomulag valddreifingar Hreyfingarinnar byggt á jafnræði.

Þá segir í tilkynningunni, að einnig verði „formannsskipti“ í Hreyfingunni sjálfri en þá muni Birgitta taka við hlutverki formanns í stað Þórs. Birgitta muni, líkt og fyrrverandi formenn Hreyfingarinnar afþakka formannsálag ofan á þingfararkaup sitt.