Við úthlutun styrkja úr menningasjóði Kaupfélags Skagfirðinga – sem styrkir sóknir héraðsins til að efla barna- og unglingastarf – í gær var kynntur nýr afreksbikar til minningar um Stefán Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann KS, og...

Við úthlutun styrkja úr menningasjóði Kaupfélags Skagfirðinga – sem styrkir sóknir héraðsins til að efla barna- og unglingastarf – í gær var kynntur nýr afreksbikar til minningar um Stefán Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann KS, og Hrafnhildi Stefánsdóttur konu hans.

Börn þeirra ákveða hver hlýtur bikarinn hverju sinni og varð ungur Sauðkrækingur, Atli Arnarson, fyrir valinu, en hann hefur getið sér góðs orðspors á knattspyrnuvellinum.

Þá hlutu Sauðárkróksprestakall, Glaumbæjar-, Reynistaðar-, og Víðimýrasóknir, Miklabæjar- og Mælifellssóknir, Hofsós- og Hólasóknir sérstakan styrk upp á tvær milljónir króna sem renna á til barna og æskulýðsstarfs í Skagafirði.