Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.

Anna Lilja Þórisdóttir

annalilja@mbl.is

Þrítug íslensk kona, Sunnefa Burgess, sem fór til hjálparstarfa í Dar es Salaam í Tansaníu fyrr á árinu lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar tveir vopnaðir leigubílstjórar tóku sig saman og tóku Sunnefu og vinkonur hennar úr hjálparstarfinu í gíslingu í þrjár klukkustundir. Þær sluppu ómeiddar, en peningum, símum og myndavélum fátækari.

Sunnefu og vinkonum hennar úr hjálparstarfinu var rænt er þær voru á leið heim úr ferðalagi. „Við vorum að prútta við tvo leigubílstjóra og sömdum við annan þeirra. Við fórum inn í bílinn, hinn bílstjórinn kom líka og sagðist þurfa að túlka fyrir hinn. Okkur fór að finnast þetta skrýtið og sögðumst vilja fara út úr bílnum. Þeir óku þá inn í húsasund, slökktu ljósin á bílnum og sögðust tilheyra sómalísku mafíunni.“

Fékk engin verkefni

Raunar fór flest í ferð Sunnefu á nokkuð annan veg en hún bjóst við því þegar út var komið voru þar engin verkefni. Upphaflega stóð til að Sunnefa starfaði við hjálparstörf í sex vikur, meðal annars við fræðslu um HIV fyrir unglinga og á munaðarleysingjaheimili. Þegar henni varð ljóst hvernig staðið var að hjálparstarfinu tók hún málin í eigin hendur ásamt öðrum sjálfboðaliðum og hóf að skipuleggja hjálparstarf fyrir sjálfboðaliða sem væntanlegir voru á vegum sömu samtakanna innan skamms. „Mig langaði til að segja frá þessu til að koma í veg fyrir að aðrir lentu í því sama,“ segir Sunnefa.

Gæti hugsað mér að fara 14