Skokk Holl útivera og góð hreyfing.
Skokk Holl útivera og góð hreyfing. — Morgunblaðið/Ernir
Fimmti fundur vetrarins í fræðslufundaröð Laugaskokks og World Class um málefni tengd hlaupum og hlaupaþjálfun verður í kvöld klukkan 20 í Laugum.
Fimmti fundur vetrarins í fræðslufundaröð Laugaskokks og World Class um málefni tengd hlaupum og hlaupaþjálfun verður í kvöld klukkan 20 í Laugum. Fundurinn verður helgaður styrktarþjálfun hlaupara, kynningu á hlaupahópnum Laugaskokki og æfingaáætlun hópsins. Fyrirlesarar eru Rakel Ingólfsdóttir læknanemi og Björn Margeirsson vélaverkfræðingur, þjálfarar Laugaskokks.