Ráðstefna Ræða þróun grunnskóla.
Ráðstefna Ræða þróun grunnskóla.
Reykvískir kennarar ætla að fjölmenna á ráðstefnu í dag þar sem leitað verður svara við því hvert grunnskólinn stefni og hvernig hann standi sig í samanburði við önnur lönd. Vel á sjöunda hundrað kennara er skráð til leiks.

Reykvískir kennarar ætla að fjölmenna á ráðstefnu í dag þar sem leitað verður svara við því hvert grunnskólinn stefni og hvernig hann standi sig í samanburði við önnur lönd. Vel á sjöunda hundrað kennara er skráð til leiks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Athyglinni verður beint að grunnskólanum í dag, einkennum hans og þróun í alþjóðlegu samhengi. Farið verður í stöðu og starfshætti grunnskólans, þarfir framtíðarsamfélagsins fyrir nýsköpun og fjölbreytta þekkingu, nýjar leiðir til kennslu og námsmats og mótun menntastefnu. Innlendir og erlendir fræðimenn gera grein fyrir því sem best er gert á þessu sviði og er vel á sjöunda hundrað kennara skráð til leiks.