Erla Björk Örnólfsdóttir
Erla Björk Örnólfsdóttir — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni tilnefningu háskólaráðs Hólaskóla – Háskólans á Hólum skipað Erlu Björk Örnólfsdóttur í embætti rektors skólans til fimm ára frá 1. apríl nk. að telja. Hún tekur við starfinu af Skúla Skúlasyni.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni tilnefningu háskólaráðs Hólaskóla – Háskólans á Hólum skipað Erlu Björk Örnólfsdóttur í embætti rektors skólans til fimm ára frá 1. apríl nk. að telja. Hún tekur við starfinu af Skúla Skúlasyni.

Erla Björk lauk meistaraprófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og doktorsprófi í sjávarlíffræði frá Texas A&M University árið 2002. Frá árinu 2006 hefur hún verið forstöðumaður VARAR – sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð.