Löndun Komið að landi í Ólafsvík.
Löndun Komið að landi í Ólafsvík. — Morgunblaðið/RAX
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segir að ekki muni takast að leggja fram nýtt stjórnarfrumvarp um breytingar á stjórn fiskveiðistjórnunar fyrir mánaðarlok eins og áður hefur verið boðað.

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segir að ekki muni takast að leggja fram nýtt stjórnarfrumvarp um breytingar á stjórn fiskveiðistjórnunar fyrir mánaðarlok eins og áður hefur verið boðað.

„Við stefnum enn að því að ná utan um þetta á allra næstu vikum,“ segir ráðherra. Steingrímur segir að samráð sé haft við alla helstu hagsmunaaðila í greininni um tillögurnar og einnig tekið mið af vinnu sem lögð hafi verið í fyrri frumvörp. Um er að ræða fjórða frumvarpið um stjórn fiskveiða á innan við ári. 2