Halldóra Jónsdóttir
Halldóra Jónsdóttir
Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri og Þórdís Úlfarsdóttir ritstjóri kynna netorðabókina ISLEX á hádegisfyrirlestri í dag í tilefni af 90 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Fyrirlesturinn hefst í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12.05.

Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri og Þórdís Úlfarsdóttir ritstjóri kynna netorðabókina ISLEX á hádegisfyrirlestri í dag í tilefni af 90 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Fyrirlesturinn hefst í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12.05.

ISLEX-orðabókin var vígð 16. nóvember sl. en hún er fyrsta rafræna orðabókin sem tengir saman mörg norræn mál. Viðfangsmálið er íslenska, en sænska, norskt bókmál, nýnorska og danska eru markmál. Hún hefur að geyma um 50.000 flettur og þýðingar á þeim.