Verðlaunahafar Halldór Smári Arnarsson, Áslaug Erla Haraldsdóttir og Hafþór Gísli Hafþórsson. Á myndina vantar Andreu Dís Steinarsdóttur.
Verðlaunahafar Halldór Smári Arnarsson, Áslaug Erla Haraldsdóttir og Hafþór Gísli Hafþórsson. Á myndina vantar Andreu Dís Steinarsdóttur.
Verðlaun voru veitt í ljóða- og ritgerðasamkeppni Yrkjusjóðs í Norræna húsinu á föstudaginn var. En efnt var til samkeppninnar í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 og 20 ára formlegu afmæli Yrkjusjóðs árið 2012.

Verðlaun voru veitt í ljóða- og ritgerðasamkeppni Yrkjusjóðs í Norræna húsinu á föstudaginn var. En efnt var til samkeppninnar í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 og 20 ára formlegu afmæli Yrkjusjóðs árið 2012. Þema samkeppninnar var „Þetta gerir skógurinn fyrir mig“. Er það tilbrigði við meginstef Alþjóðlegs árs skóga „Þetta gerir skógurinn fyrir þig“.

Rúmlega 300 ljóð og rúmlega 80 ritgerðir bárust í keppnina, frá grunnskólabörnum um land allt. Verðlaun verða veitt fyrir ritgerð og ljóð í tveimur flokkum, fyrir miðstig (5.-7. bekk) og efsta stig (8.-10. bekk). Auk viðurkenningarskjals fengu verðlaunahafar 25.000 króna verðlaun til glaðnings sínum bekk. Sigurður Pálsson, skáld og formaður Yrkjusjóðs, afhenti verðlaunin.