Vinir Einar Áskell og Milla gera margt skemmtilegt saman, baka og fleira.
Vinir Einar Áskell og Milla gera margt skemmtilegt saman, baka og fleira.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nánast er hægt að fullyrða að allir þeir sem hafa kynnst skondna stráknum honum Einari Áskeli einhvern tímann á ævinni halda við hann tryggð og fá aldrei nóg af honum. Hann hefur glatt margt barnið og ekki síður fullorðna í gegnum tíðina.
Nánast er hægt að fullyrða að allir þeir sem hafa kynnst skondna stráknum honum Einari Áskeli einhvern tímann á ævinni halda við hann tryggð og fá aldrei nóg af honum. Hann hefur glatt margt barnið og ekki síður fullorðna í gegnum tíðina. Sænski rithöfundurinn Gunilla Bergström hittir lesendur sína sannarlega í hjartastað með sögunum af stráknum sem býr einn með pabba sínum og þarf að takast á við ýmis vandamál sem upp koma í lífi barns. Aðdáendur fagna því væntanlega að nýlega voru tvær af bókunum endurútgefnar: Hvað varð um Einar ærslabelg, sem segir frá kvíðanum vegna fyrsta skóladagsins, og Einar Áskell og Milla, en sú bók fjallar um vináttuna og það að láta aðra ekki segja sér að það sé hallærislegt að leika við stelpu.