7. maí 2012 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

HK fagnar fyrsta meistaratitlinum

Íslandsmeistarar HK varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn
Íslandsmeistarar HK varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn — Morgunblaðið/Árni Sæberg
HK hampaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta þegar liðið vann FH í þriðja sinn í röð. Verðskuldaður sigur félagsins er sérstaklega athyglisverður fyrir þær sakir að það fór taplaust í gegnum úrslitakeppnina og vann alla sex leiki sína.
HK hampaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta þegar liðið vann FH í þriðja sinn í röð. Verðskuldaður sigur félagsins er sérstaklega athyglisverður fyrir þær sakir að það fór taplaust í gegnum úrslitakeppnina og vann alla sex leiki sína. HK tryggði titilinn með tveggja marka sigri á FH í Kaplakrika, 26-28. Liðið hélt frumkvæðinu allan leikinn. „Það er hreint ótrúlegt að rúlla upp úrslitakeppninni sex núll, tapa ekki leik,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK. Íþróttir

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.