Heimspekinemi Nanna býr nú á Akureyri eftir dvölina vestanhafs og ætlar að sjá KK í Lystigarðinum á sunnudaginn á Einni með öllu.
Heimspekinemi Nanna býr nú á Akureyri eftir dvölina vestanhafs og ætlar að sjá KK í Lystigarðinum á sunnudaginn á Einni með öllu.
Nanna Teitsdóttir, doktorsnemi í heimspeki og matarbloggari, er þrítug í dag. Hún er nýflutt aftur til landsins eftir fjögurra ára dvöl í Bandaríkjunum, en þar var eiginmaður hennar við nám. „Ég er bara nýflutt heim, kom hingað fyrir fjórum vikum.

Nanna Teitsdóttir, doktorsnemi í heimspeki og matarbloggari, er þrítug í dag. Hún er nýflutt aftur til landsins eftir fjögurra ára dvöl í Bandaríkjunum, en þar var eiginmaður hennar við nám. „Ég er bara nýflutt heim, kom hingað fyrir fjórum vikum. Ég held að það sé fyrir fullt og allt í bili, þar til ævintýraþráin hellist yfir mann aftur,“ segir Nanna. „Ég ætlaði að fara í fjallgöngu en spáin var ekki alveg nógu hagstæð svo að ég geng á fjall á eftir [í gær], en svo ætla ég út að borða um kvöldið, eitthvað gott, líklega á Rub 23,“ segir Nanna um áætlanir afmælisdagsins, en hún er mikill matgæðingur og heldur úti matarblogginu www.eldadivesturheimi.com .

Hún segir að erfitt hafi verið að halda upp á afmælið í gegnum árin vegna þess að dagurinn falli oftast nær á verslunarmannahelgi, og því séu margir á ferðalögum á þessum tíma. Hún segir einnig að gjafalistinn sé ekki langur þetta árið, helst vilji hún fá góðan mat að borða. „Það hefur ekki alltaf tekist þrátt fyrir margar tilraunir. Einu sinni lenti ég í því að fá skemmdan fisk þegar við ætluðum út að borða eitthvað fínt í tilefni dagsins. Sem betur fer heyrir slíkt til undantekninga,“ segir Nanna. Spurð um eftirminnilega afmælisgjöf segir hún: „Maðurinn minn gaf mér einu sinni nýja linsu á myndavélina mína og vinkonur mínar gáfu mér eitt sinn úrklippubók með myndum af okkur saman. Það var mjög skemmtilegt.“ agf@mbl.is