List Mercedes Mühleisen opnar sýningu sína í kvöld klukkan átta.
List Mercedes Mühleisen opnar sýningu sína í kvöld klukkan átta.
Austurríska listakonan Mercedes Mühleisen opnar sýningu í sýningarsal Kunstschlager í dag, 3. ágúst, klukkan 20. Á sama tíma mun Valgerður Sigurðardóttir sýna verk sín á vegg í basarnum, en hún er listamaður vikunnar að þessu sinni.

Austurríska listakonan Mercedes Mühleisen opnar sýningu í sýningarsal Kunstschlager í dag, 3. ágúst, klukkan 20. Á sama tíma mun Valgerður Sigurðardóttir sýna verk sín á vegg í basarnum, en hún er listamaður vikunnar að þessu sinni.

Sýning Mühleisen nefnist An Object Lesson og býður upp á úrbeinaða einingu sem þráir hlutgervingu, hægðatregðu-heimspeking sem stefnir í andlega ævintýrareisu og brauðhleif sem sefur einsamall, eins og segir í tilkynningu. Munu þar vera myndbönd, fígúrur og hlutir til sýnis. Mercedes Mühleisen fæst við skúlptúra, innsetningar, myndbandsverk og gjörninga. Mikilvægur liður í sköpun hennar og smíði er að skapa aðstæður þar sem fáránleikinn heimtar sína eigin rökfræði.