Frá Brynleifi Sigurjónssyni: "Þar sem þú, Svavar Gestsson, hefir ekki svarað bréfum frá mér neyðist ég til að senda þér bréf í Morgunblaðinu. Þú varst ritstjóri Þjóðviljans 1983 þegar Ingi R."

Þar sem þú, Svavar Gestsson, hefir ekki svarað bréfum frá mér neyðist ég til að senda þér bréf í Morgunblaðinu. Þú varst ritstjóri Þjóðviljans 1983 þegar Ingi R. Helgason, lögmaður, gekk frá arfleiðsluskrá Magnúsar Sigurðssonar, Grettisgötu 76, Reykjavík. Þess skal getið að undirritaður og Magnús eru bræðrasynir. Eign Magnúsar var þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð og tveggja herbergja íbúð í kjallara á Grettisgötu 76. Þessi erfðaskrá var gerð í Reykjavík 7. febrúar 1983. Magnús afsalaði í kjölfarið íbúð sinni til Þjóðviljans og fluttist á Grund. Hann lést þann 10.9. 1985 og sá útgáfufélag Þjóðviljans um greftrun Magnúsar og þar komu kirkjugarðar Reykjavíkur að. En þeir voru ekki beðnir um að merkja leiðið eða setja kross á það með spjaldi sem nafn hins látna væri grafið á. Þegar ég hugðist vitja leiðis Magnúsar 26 árum síðar þurfti ég að fá hjálp frá starfsmanni kirkjugarðsins til að finna leiðið, ég bjóst við að sjá fallegan legstein á leiðinu. Þar var ekkert að sjá nema númer. Ég hringdi í Svavar og sagðist vera ósáttur við að það væri ekki legsteinn á leiði Magnúsar. Hann tók mér ákaflega vel og sagðist ætla að tala við eldri flokksmenn sína. Það leið um hálfur mánuður þá kom ég að leiðinu, þá var kominn trékross með áletraðri plötu með nafni Magnúsar, fæðingardegi og dánardegi og hann væri frá Torfgarði, engin hlýleg kveðja frá þeim.

Ég hringdi í Svavar. Hann sagðist vera búinn að merkja leiðið, nú voru ekki þægilegheitin hjá honum, heldur embættismannahrokinn. En með því að setja trékross á leiðið viðurkenndu þeir að Magnús átti skilið að fá gröfina merkta.

Ég get nú ekki annað en dáðst að Svavari og félögum hvað þeir voru fljótir að safna peningum fyrir krossinum og setja hann á leiðið, en karakterinn hjá þessum mönnum, hvar er hann?

BRYNLEIFUR

SIGURJÓNSSON,

Reykjavík.

Frá Brynleifi Sigurjónssyni: