Kvikmynd Citizen Kane er af mörgum talin einhver besta kvikmynd allra tíma.
Kvikmynd Citizen Kane er af mörgum talin einhver besta kvikmynd allra tíma.
Fyrir þá sem ekki ætla að fara út úr bænum um helgina og kjósa frekar að rækta menningarvitund sína með sjónvarpsglápi er vefsíðan rottentomatoes.com góður mælikvarði á ágæti kvikmynda.

Fyrir þá sem ekki ætla að fara út úr bænum um helgina og kjósa frekar að rækta menningarvitund sína með sjónvarpsglápi er vefsíðan rottentomatoes.com góður mælikvarði á ágæti kvikmynda. Þar geta ómenntaðir kvikmyndanördar, í bland við kvikmyndanörda með gráður í ýmsum fræðum, sagt skoðun sína á ýmsum kvikmyndum og gefið þeim einkunnir á skalanum núll til hundrað.

Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, er til að mynda með 59% ferskan tómat í einkunn en The Smurfs 2 er aðeins með 13% ferskan tómat. Á topp tíu yfir þær kvikmyndir sem hafa skorað hvað hæst á síðunni má nefna The Godfather, Citizen Kane, Toy Story og Toy Story 2.