Sovétmenn hafa gersemar á brott frá Afganistan Z¨urich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SOVÉTMENN fara ekki tóm hentir frá Afganistan, samkvæmt frétt franska blaðsins Le Monde.

Sovétmenn hafa gersemar á brott frá Afganistan Z¨urich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.

SOVÉTMENN fara ekki tóm hentir frá Afganistan, samkvæmt frétt franska blaðsins Le Monde. Blaðamaður þess, Laur ents Zecchini, varð vitni að því er Sovétmenn völdu muni úr þjóðminjasafni Afganistans.

Sovétmenn taka m.a. stóran hluta Telatapa-gullsins með sér. Það fannst fyrir tæpum áratug og þykir ævintýralegur fjársjóður. Verð og listrænt gildi gullmunanna, sem eru tuttugu og eitt þúsund talsins, er ómetanlegt. Sovétmenn flytja fleiri hundruð hlutanna á brott með sér í herlestum og hrifsa þannig til sín hluta af sögulegri arfleifð Afganistans.

Telatapa, sem einnig er kallað Tilya Tepe, er í norðurhluta Afganistans. Sovéskir og afganskir fornleifafræðingar unnu þar við rannsóknir á árunum 1978-79 og grófu upp grafir frá öldunum fyrir og eftir fæðingu Krists. Þeir fundu minjar sem bera vitni um gífurlegt ríkidæmi svæðisins til forna og grísk áhrif á menningu þess. Gull skálar, gullvasar, gullarmbönd, gullspennur, gullbeltisnælur og aðrir gullskrautmunir leyndust í fjársjóðnum. Hann hefur aðeins verið sýndur opinberlega einu sinni. Nú er hann geymdur í kjallara forsetahallarinnar í Kabúl. Þar er listasafn sem aðeins ráðamenn í afganska kommúnistaflokknum og sendifulltrúar Sovétmanna hafa aðgang að.

Sovéskir sérfræðingar hafa skoðað Telatapa-munina gaumgæfilega undanfarnar vikur og valið úr fjögur hundruð muni sem verða fluttir til Moskvu fyrir lok maí. Þeir völdu meðal annars óvenjulega geit með löng, margsnúin horn og hringlaga fætur; armband með ljónynjuhöfði úr tyrkjasteinum; brjóstnælu með mynd af Kúbid, ríðandi höfrungi og einstaklega vel unnið belti úr skíragulli. Það er ómögulegt að verðleggja beltið en sérfræðingar telja að geitin, sem er ekki nema 13 cm há, sé að minnsta kosti 5 milljóna dollara (215 milljónir ísl. kr.) virði.

Gripir úr þjóðminjasafninu

Sovétmenn láta sér ekki nægja að hirða munina frá Telatapa. Þeir hafa einnig tekið um 200 muni úr þjóðminjasafninu sem franskir fornleifafræðingar hjálpuðu afgönum að stofna árið 1922. Safnið á mjög fágæta muni allt aftan úr steinöld. Starfsmaður safnsins aðstoðaði sovéska sérfræðinga við að velja muni úr safninu þegar Zecc hini sá til. Þeir höfðu þá aðallega áhuga á munum frá Kuschantímabilinu á 1.-3. öld.

Yfirmaður ríkissafnanna í Afganistan er flokksbundinn kommúnisti sem hefur takmarkaða þekkingu á listum. Hann er þó sagður hafa tárfellt þegar hann gaf út leyfi sem heimilaði Sovétmönnum að láta greipar sópa um arfleifð afgönsku þjóðarinnar.