Mikil bleikjuveiði er í "Smugunni" í Hveragerði Í Hveragerði gefst nú ungum sem öldnum kostur á því að renna fyrir bleikju í Smugunni svokölluðu. Svo sem kunnugt er hefur verið opnað markaðstorg í gamla Tívolí húsinu í Hveragerði.

Mikil bleikjuveiði er í "Smugunni" í Hveragerði Í Hveragerði gefst nú ungum sem öldnum kostur á því að renna fyrir bleikju í Smugunni svokölluðu. Svo sem kunnugt er hefur verið opnað markaðstorg í gamla Tívolí húsinu í Hveragerði. Fljótlega eftir opnun markaðstorgsins fékk Bjarni Kristinsson í Hveragerði, þá hugmynd að nýta gömlu bátatjörnina sem veiðitjörn. Sleppti hann í tjörnina um fjögurhundruð bleikjum og síðan hefur fólki gefist kostur á því að renna fyrir fisk og láta reyna að krækja í þann stóra. Svo mikil hefur veiðin verið að Bjarni hefur oftar en einu sinni orðið að bæta bleikjum í tjörnina. Um verslunarmannahelgina reyndi fjöldi fólks fyrir sér í Smugunni, það kostar ekkert að prófa en ef heppnin er með veiðimönnum verður að greiða fimm hundruð krónur fyrir hvern veiddan fisk.

Aldís Hafsteinsdóttir

Morgunblaðið/Aldís

HANNES 10 ára úr Reykjavík hafði heppnina með sér í Smugunni um helgina og veiddi tvær bleikjur