Nick Bilton, pistlahöfundur á tæknisviði New York Times, tísti um atvikið þar sem hann gaf stórstjörnum þrenns konar ráð við því að forðast það að lenda í svona framar. Ekki stóð á svörum.
Nick Bilton, pistlahöfundur á tæknisviði New York Times, tísti um atvikið þar sem hann gaf stórstjörnum þrenns konar ráð við því að forðast það að lenda í svona framar. Ekki stóð á svörum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tímaritið Forbes birti í lok viku grein um það hversu ánægjuleg viðbrögð fólks voru við birtingum nektarmynda nokkurra stórstjarna. Lena Dunham, leikkona, var meðal þeirra sem hvöttu fólk til þess að skoða ekki myndirnar, því það væri kynferðisleg áreitni. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Óhætt er að segja að netið hafi logað eftir að óprúttnir aðilar birtu nektarmyndir af nokkrum skærustu stjörnum Hollywood, þar á meðal Jennifer Lawrence, Kate Upton og fleiri. Myndunum höfðu þeir rænt úr einkatölvum þeirra með því að hakka sig inn á harða diskinn. Það sem vakti athygli eftir athæfið voru viðbrögð fólks. Ummæli, sem hafa þótt eðlileg við glæpum sem þessum hingað til, hljóða á þann veg að þolendur eigi ekki að láta taka slíkar myndir af sér. Að fræga fólkið þurfi nú að fara að læra. Til marks um það má benda á þegar Scarlett Johansson lenti í svipuðu atviki árið 2011, þá loguðu netheimar einnig en þó með öðruvísi yfirbragði, því flestir vildu meina að leikkonan fræga gæti sjálfri sér um kennt.

Twitter hefur hins vegar sýnt fram á þróun í jákvæða átt en þar deildu gríðarlega margir notendur skoðunum þess eðlis að „hakkarinn“ væri í raun kynferðisbrotamaður og glæpamaður. Eins svöruðu margir fullum hálsi þeim sem vildu skella skömminni á þolendur frekar en þann sem réðst að einkalífi þeirra.