14. september 1994 | Dagbók | 84 orð

Kúfskel (kúfiskur)

Kúfskel (kúfiskur) KÚFSKEL er eina núlifandi tegund kúfskeljarættættar í norrænum höfum. Skeljarnar eru þykkar og traustar, kringluleitar með stóru framsveigðu nefi, þremur griptönnum og tveimur hliðartönnum í hvorri skel.

Kúfskel (kúfiskur)

KÚFSKEL er eina núlifandi tegund kúfskeljarættættar í norrænum höfum. Skeljarnar eru þykkar og traustar, kringluleitar með stóru framsveigðu nefi, þremur griptönnum og tveimur hliðartönnum í hvorri skel. Hýði kúfskeljar er þykkt, ljósbrúnt og gljáandi í fyrstu, en verður grámóleitt eða grásvart, gljálaust og fallgjarnt með aldrinum. Skelin er algeng umhverfis landið í 0 til 100 m dýpi og stöku sinnum dýpra. Hana rekur mikið á fjörur. Íslendingar hafa hagnýtt sér kúfisk um langan aldur til beitu og það með góðum árangri.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.