Ellefu umsækjendur eru um stöðu skógræktarstjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar 3. október. Níu umsækjendur eru karlkyns en tvær konur sóttu um stöðuna. Umsóknarfrestur var til 19.
Ellefu umsækjendur eru um stöðu skógræktarstjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar 3. október.

Níu umsækjendur eru karlkyns en tvær konur sóttu um stöðuna.

Umsóknarfrestur var til 19. október og mun valnefnd meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra sem skipar í stöðuna til fimm ára að ráðningarferli loknu, segir í frétt um málið á vef Skógræktar ríkisins.

vidar@mbl.is