Vegalengd Samanlögð lengd veganna 922 sem teknir hafa verið af vegaskrá frá árinu 2004 er 584 kílómetrar.
Vegalengd Samanlögð lengd veganna 922 sem teknir hafa verið af vegaskrá frá árinu 2004 er 584 kílómetrar. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Alls hafa verið teknir 922 vegir af vegaskrá frá árinu 2004. Samanlögð vegalengd veganna er alls 584 kílómetrar, en þetta kom fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Líneikur Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.
Alls hafa verið teknir 922 vegir af vegaskrá frá árinu 2004. Samanlögð vegalengd veganna er alls 584 kílómetrar, en þetta kom fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Líneikur Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Til samanburðar eru 578 kílómetrar frá Reykjavík um hringveginn til Raufarhafnar.

Algengasta ástæða þess að vegir eru afskráðir er að sveitabæir leggjast í eyði og viðkomandi héraðsvegir tengja þar af leiðandi ekki lengur byggð ból við samgöngukerfið.

Heimild Vegagerðarinnar til að fella vegi af skrá byggist á ákvæði í vegalögum. Þegar vegur fer af skrá telst hann ekki lengur þjóðvegur og þá er Vegagerðin laus undan ábyrgð hvað áhærir viðhald vegarins. 14