Góður Valur Orri Valsson hefur byrjað tímabilið afar vel með Keflvíkingum sem hafa unnið alla þrjá leiki sína í Dominos-deildinni.
Góður Valur Orri Valsson hefur byrjað tímabilið afar vel með Keflvíkingum sem hafa unnið alla þrjá leiki sína í Dominos-deildinni. — Morgunblaðið/Golli
Sá besti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Hann er búinn að vera ofsalega góður í þessum fyrstu þremur leikjum okkar og ég myndi segja að það væri honum að þakka að við erum búnir að vinna þá alla.
Sá besti

Guðmundur Hilmarsson

gummih@mbl.is

„Hann er búinn að vera ofsalega góður í þessum fyrstu þremur leikjum okkar og ég myndi segja að það væri honum að þakka að við erum búnir að vinna þá alla.“ Þetta sagði Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflvíkinga, við Morgunblaðið þegar hann var beðinn um álit á liðsfélaga sínum, bakverðin um Vali Orri Valssyni, sem er leikmaður 3. umferðar í Dominos-deildinni. Valur Orri átti mjög góðan leik í sigri Keflvíkinga gegn erkifjendunum í Njarðvík í Ljónagryfjunni á dögunum en Valur Orri, sem er 21 árs gamall, skoraði 16 stig og átti 5 stoðsendingar í leiknum.

Lyfta lóðum eins og brjálæðingur

„Valur Orri hefur skorað mikilvægar körfur fyrir okkur og hann hefur stjórnað leik okkar eins og herforingi. Hann er búinn að lyfta lóðum eins og brjálæðingur og æfði gríðarlega vel í sumar og þetta er svo sannarlega að skila góðu fyrir hann. Ég held að hann ætli sér að fara út fyrir landsteinana eftir þetta tímabil og ég held að hann vilji sýna og sanna fyrir sjálfum sér og öllum öðrum að hann sé nógu góður til þess. Hann er á góðri leið með þetta. Hann hefur alla burði til þess að komast út í atvinnumennsku og ég tel hann ekki mikið lakari leikmenn heldur en Martin og Elvar,“ segir Magnús.

„Það er virkilega gott að spila með Vali Orra. Hann er rosalega klár leikmaður og það er mjög gott að spila með leikmanni sem kann leikinn svona vel. Hann hefur gott auga fyrir spili, gefur flottar sendingar, er fínn skotmaður og les leikinn vel. Þessi strákur er búinn að spila í úrvalsdeildinni í sjö ár og hann er með þetta allt eins og maður segir.“

Valur Orri hefur ekki langt að sækja hæfileikana en karl faðir hans, Valur Ingimundarson, gerði garðinn frægan á árum áður.

„Þeir eru ólíkir leikmenn. Valur eldri var mikill skorari en Valur Orri getur líkað skorað mikið en ég held að honum finnist skemmtilega að gefa boltann. Hann er meira alhliða leikmaður heldur en gamli karlinn,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson.